Grindvíkingar geti reitt sig á Eyjamenn

Páll Magnússon, odd­viti H-list­ans í Vest­manna­eyj­um, og Íris Róbersdóttir, bæjarstjóri …
Páll Magnússon, odd­viti H-list­ans í Vest­manna­eyj­um, og Íris Róbersdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Samsett mynd

„Þið getið reitt ykkur á að við Eyjamenn munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að létta undir með ykkur og aðstoða ef á þarf að halda.“

Þetta kemur fram í stuðningskveðju sem bæjarstjórn Vestmannaeyja sendi bæjarstjórn Grindavíkur í dag. Páll Magnússon, odd­viti H-list­ans í Vest­manna­eyj­um, greinir frá kveðjunni á Facebook-síðu sinni.

Ákveðið var að rýma Grindavík í gær vegna kvikugangs. Ólík­legt er að íbúar fái að fara heim á næst­unni.

Vestmannaeyingar þekkja af eig­in raun hvernig er að þurfa að yf­ir­gefa heim­ili sín vegna nátt­úru­vár en það þurftu þeir að gera þegar eld­gos varð í Vest­manna­eyj­um fyr­ir 50 árum. Eins og mbl.is greindi frá í gær hafa margir Eyjamenn boðið Grindvíkingum húsaskjól.

Margir boðið húsaskjól 

Stuðningskveðja bæjarstjórnar Vestmannaeyja í heild sinni:

„Fyrir hönd bæjarstjórnar Vestmannaeyja sendi ég ykkur okkar hlýjustu stuðningskveðjur í þeim erfiðleikum sem þið gangið nú í gegnum. Þið getið reitt ykkur á að við Eyjamenn munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að létta undir með ykkur og aðstoða ef á þarf að halda. Það hefur líka verið ánægjulegt að sjá hversu margir Vestmannaeyingar hafa nú þegar upp á eigin spýtur boðið fram húsaskjól og aðra aðstoð; örugglega minnugir þess hversu vasklega Grindvíkingar gengu fram í aðstoð við okkur í eldgosinu á Heimaey fyrir 50 árum. Það gleymist aldrei. Með einlægri von um að betur fari en á horfist.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert