Staðan óbreytt eftir stöðufund

Allar leiðir eru lokaðar til Grindavíkur.
Allar leiðir eru lokaðar til Grindavíkur. mbl.is/Eyþór

Staðan á rýmingu Grindavíkurbæjar er óbreytt eftir stöðufund samhæfingarstöðvar og aðgerðarstjórn klukkan sex að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa almannavarna.

Bærinn er nú mannlaus eftir að almannavarnir kölluðu alla viðbragðaðila út úr Grindavík í nótt.  Lögreglan mannar nú lokunarpósta við bæinn. 

Næsti stöðufundur verður klukkan 8 og þá munu vísindamenn Veðurstofunnar og almannavarnir funda klukkan 9:30. Þá verður farið yfir ný gögn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert