Taka stöðuna á fundi klukkan þrjú í nótt

Frá rýmingu Grindavíkur í nótt.
Frá rýmingu Grindavíkur í nótt. mbl.is/Eyþór

Starfsfólki í samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð hefur fækkað eftir að ljóst varð að rýmingu Grindavíkurbæjar væri lokið.

Blásið verður þó til stöðufundar í Skógarhlíð klukkan 3 í nótt.

Þar munu fulltrúar almannavarna, Veðurstofu og viðbragðsaðila ræða nýjustu gögn og mælingar jarðvísindamanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert