Þrír á bráðamóttöku eftir slys nálægt Skeifunni

Þrír voru fluttir á bráðamóttöku eftir slysið. Mynd úr safni.
Þrír voru fluttir á bráðamóttöku eftir slysið. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrír voru fluttir á bráðamóttöku eftir að umferðarslys varð á gatnamótum Skeiðarvogar og Markarinnar, nálægt Skeifunni í Reykjavík, á þriðja tímanum eftir hádegi.

Þetta staðfestir Birkir Árnason, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæði, í samtali við mbl.is, en hann segir að tilkynning um slysið hafi borist um kl. 14.30

Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu. 

Mörkin og Skeiðarvogur
Mörkin og Skeiðarvogur map.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert