„Miklu, miklu stærri“ atburður en fyrri gos

Sundhnúkagígaröðin liggur í suð-suðvestur að Grindavík.
Sundhnúkagígaröðin liggur í suð-suðvestur að Grindavík. Ljósmynd/Siggi Anton

„Þetta er allt öðruvísi atburður en önnur gos sem við höfum verið að sjá undanfarið. Miklu, miklu stærri,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðingur Veðurstofunnar á sviði jarðskorpuhreyfinga.

Hann telur líkur á eldgosi mestar á svæðinu sem liggur frá Sundhnúki og suður að Grindavík.

Frá Grindavík í dag.
Frá Grindavík í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Erfitt að bera atburðina saman

Spurður út í sighreyfingar og sigdalinn sem haldið hefur áfram að síga undanfarna daga, segir Benedikt mikinn mun vera á milli jarðhræringanna sem nú eiga sér stað á Reykjanesskaga og þeim sem einkenndu undanfara fyrri eldgosa undir Fagradalsfjalli. 

„Væntanlega höfum við verið að sjá sömu sighreyfingar þegar gosin undir Fagradalsfjalli áttu sér stað en, þá voru þær bara svo litlar að þær mældust ekki. Það er voða erfitt að bera saman svona risaatburð þegar þú sérð allt við minni atburð þar sem kannski margar breytingar eru svo litlar að þær eru ekki mælanlegar.“

Loks segist Benedikt telja mestar líkur á eldgosi vera þar sem mesta tognunin á kvikuganginum eigi sér stað, sem liggi frá Sundhnúk og suður að Grindavík. Þó sé ekki ástæða til þess að útiloka gos hvar sem er á ganginum að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert