Óvíst hvort rafmagn komist aftur á

Enn er rafmagnslaust í stórum hluta Grindavíkur.
Enn er rafmagnslaust í stórum hluta Grindavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bilun varð í aðalrafmagnsinntaki til hluta Grindavíkur og verið er að undirbúa viðgerð.

Þetta segir í tilkynningu frá HS Veitum en í samráði við almannavarnir fóru vinnuflokkar frá HS Veitum til Grindavíkur snemma í morgun til að greina stöðuna.

Rafmagn fór af stórum hluta Grindavíkur rétt fyrir klukkan 17 í gær, eins og mbl.is greindi frá á sjötta tímanum í gær.

„Ljóst er að dreifikerfið er víða laskað og bilanir á fleiri stöðum og enn er óvíst hvort takist að leysa úr þessu,“ segir enn fremur í tilkynningu frá HS Veitum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert