Stoðirnar styrktar til muna í Krýsuvík

Lárus Welding, Elías Guðmundsson og Björg Fenger.
Lárus Welding, Elías Guðmundsson og Björg Fenger.

Forsvarsmenn Krýsuvíkursamtakanna eru bjartsýnir á að framkvæmdum vegna stækkunar meðferðarheimilisins í Krýsuvík ljúki snemma á næsta ári og jafnvel í janúar ef vel gengur.

Stækkunin mun breyta mörgu til batnaðar í starfinu og mun þá ganga nokkuð hressilega á biðlista eftir meðferð hjá samtökunum að sögn Elíasar Guðmundssonar framkvæmdastjóra en í dag eru liðlega 100 manns á biðlista.

„Stækkunin gerir það að verkum að við getum stækkað um einn hóp ef svo má segja. Við getum bætt við fjórum herbergjum og tekið á móti tuttugu og átta manns í stað tuttugu og eins. Þetta mun breyta heilmiklu. Það er ótækt að við séum með 100 manns á bliðlista. Í ár fara um 55 manns í gegn hjá okkur og við útskrifuðum 24. Markmiðið er að útskrifa stærra hlutfall eða yfir 30 manns en árið 2022 var metár þegar við útskrifuðum 29. Vonandi verður hægt að taka við um 70 manns á ári en um leið bæta þjónustuna,“ segir Elías.

Sérálma fyrir konur

Krýsuvíkursamtökin fá um 150 milljónir á ári á fjárlögum og hafa óskað eftir 50 milljónum til viðbótar en eftirspurnin eftir meðferð í Krýsuvík hefur aukist. Meðferðin við fíknivanda er lágmark sex mánuðir í Krýsuvík og byggist hún á 12 spora kerfinu. Þegar fram í sækir fá skjólstæðingarnir tækifæri til að vinna í úrvinnslu áfalla sem þeir hafa orðið fyrir á lífsleiðinni eins og það er orðað á vef samtakanna. „Stærsta áþreifanlega breytingin í húsinu er að aðgreina meðferðina mun betur og styrkja kvennameðferðina í leiðinni,“ segir Elías en opnuð verður sérálma fyrir konur í meðferð. Konur koma gjarnan í meðferðina með stærri áfallasögu en hafa verið talsvert færri en karlarnir.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert