Virknin nánast óbreytt milli daga

Skjálftar síðasta sólarhringinn.
Skjálftar síðasta sólarhringinn. Kort/Map.is

Virknin við kvikuganginn, sem liggur undir Grindavík, er nánast óbreytt frá því í gær. Um 1.700 skjálftar hafa mælst síðastliðinn sólarhring, þar af 1.000 frá miðnætti. 

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofunnar. 

Stærsti skjálftinn síðan á miðnætti mældist 2,8 að stærð. Voru upptök hans í Hagafelli, 3,5 km norðnorðaustur af Grindavík. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert