Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað til vegna elds í iðnaðarbili við Melabraut í Hafnarfirði um sjöleytið í kvöld.
Þetta segir varðstjóri hjá slökkviliðinu í samtali við mbl.is.
Búið er að ná tökum á eldinum og er nú unnið að því að reykræsta.