Fá ekki fé til að byggja

Nauthólsvegur 79.
Nauthólsvegur 79. Ljósmynd/Sigurður Ólafur Sigurðsson/Reyjavíkurborg

„Hratt versnandi markaðsaðstæður síðustu vikur, háir vextir og fleira varð til þess að þessi frábæra lóð rann okkur úr greipum,“ segir Viggó Einar Hilmarsson, stjórnarformaður byggingarfélagsins MótX. Tilefnið er að byggingarlóðin Nauthólsvegur 79 er aftur laus en MótX var með kauprétt á lóðinni.

Félagið Skientia varð hlutskarpast í útboði borgarinnar vegna lóðarinnar síðasta sumar. Bauð þá 751 milljón króna í lóðina. MótX keypti svo Skientia í byrjun október og fékk þar með kauprétt á lóðinni.

Öruggir með ávöxtun

Viggó segir aðstæður á byggingarmarkaði krefjandi.

„Fjárfestar geta fengið um 9% áhættulausa ávöxtun í dag. Það hefur áhrif á okkur sem stöndum í framkvæmdum og aðra sem leita eftir fjármagni,“ segir Viggó.

Niðurstaðan vekur athygli í ljósi umræðu um skort á íbúðum. Þá hefur borgarstjóri rætt um að hagstæð fjármögnun geti stuðlað að auknu framboði íbúða. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: