Framleiða ólöglegan drykk

Gyða Dröfn með Mist-CBD sem er ófáanlegur hér á landi.
Gyða Dröfn með Mist-CBD sem er ófáanlegur hér á landi. Ljósmynd/Haraldur Jónasson

„Fyrstu kassarnir eru á leið úr landi,“ segir Gyða Dröfn Sveinbjörnsdóttir, vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni.

Þrátt fyrir að sala á CBD-drykkjum sé ennþá ólögleg á Íslandi hóf fyrirtækið nýverið að framleiða einn slíkan undir vörumerkinu Mist. Varan er eingöngu framleidd til útflutnings enn sem komið er en Gyða segir að vonir standi til að Mist-CBD verði fáanlegur á heimamarkaði á næstunni.

Hún segir að vaxandi áhugi sé á CBD-drykkjum víða erlendis, en CBD er kannabídíól sem unnið er úr kannabisplöntunni. „Vinsældirnar hafa til að mynda vaxið mjög hratt í Bretlandi undanfarið ár og teljum við enn fremur að slíkur drykkur eigi fullt erindi á markað hér heima. Lagaumhverfið er þó þannig hérlendis að CBD er ekki ennþá leyft í drykkjarvöru, en CBD-olíur hafa notið vaxandi vinsælda á seinustu árum og eru orðnar vinsælar húð- eða munnskolsolíur sem auðvitað enginn er að kyngja, því það er jú bannað.“

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert