Stærsti skjálftinn á skaganum í tæpa viku

Skjálftinn átti upptök sín suðaustur af fjallinu Keili.
Skjálftinn átti upptök sín suðaustur af fjallinu Keili. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jarðskjálfti af stærðinni 3 mældist á Reykjanesskaga í nótt. Er hann sá fyrsti sem mælist á skaganum af stærðinni 3 eða stærri í tæpa viku. Hann átti upptök sín um 4,4 kílómetrum suðaustur af Keili, í töluverði fjarlægð frá kvikuganginum við Svartsengi.

Skjálftinn mældist klukkan 3.42 í nótt, á um 4,6 kílómetra dýpi. Síðast mældist skjálfti yfir 3 af stærð á Reykjanesskaga á sunnudaginn. Sá mældist um þremur kíló­metrum vest­ur af Kleif­ar­vatni, einnig í töluverðri fjarlægð frá kvikuganginum.

Eins og sjá má á kortinu varð skjálftinn í töluverðri …
Eins og sjá má á kortinu varð skjálftinn í töluverðri fjarlægð frá kvikuganginum við Svartsegni. Kort/Map.is

Spenna sem myndaðist út frá kvikuganginum

Hildur María Friðriksdóttir, náttúrvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að skjálftinn hafi líklegast orðið til vegna spennulosunar á Reykjanesskaganum, en ekki kvikusöfnunar á svæðinu.

„Kvikugangurinn hafði svo stór og mikil áhrif á allt Reykjanesið. Þá myndast spenna út frá honum og þá geta til dæmis sprungur hrokkið til og jarðskjálftar komið á öðrum svæðum langt frá, því Reykjanesið er þannig byggt að það myndast spenna þegar flekarnir hreyfast,“ segir Hildur í samtali við mbl.is.

„Það er að hægja á þessu öllu“

„Við erum ekki að sjá nein þenslumerki á austanverðum skaganum. Þetta er allt þarna við Svartsengi og ganginn þarna við Sýlingarfell. En það er að hægja á þessu öllu,“ segir Hildur.

Um 320 skjálftar hafa mælst í kvikuganginum við Svartsengi frá miðnætti. Hildur segir að það sé umtalsverð fækkun.

Hún segir miklar líkur á því að dregið hafi úr kvikustreymi inn í ganginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert