170 skjálftar á rúmri klukkustund

Óttast er að landris við Svartsengi geti leitt til eldgoss …
Óttast er að landris við Svartsengi geti leitt til eldgoss eða kvikuhlaups. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um 170 jarðskjálftar mældust í hviðunni sem varð rétt austur af Sýlingarfelli og reið yfir í rúma klukkustund, en hún hófst rétt fyrir miðnætti.

Þetta kemur fram í tilkynningu Veðurstofu.

Skjálftavirkni frá kl. 23.45 til 01.15.
Skjálftavirkni frá kl. 23.45 til 01.15. Kort/Veðurstofa Íslands

Talinn hafa verið 3 að stærð

Skjálftarnir voru flestir smáir, undir 2 að stærð, en einn skjálfti mældist að stærðinni 3 miðað við fyrstu mælingar.

Varð hann við norðanverðan Sundhnúk, eins og mbl.is greindi frá fyrr í nótt. 

Engar vísbendingar um gosóróa

Í tilkynningunni er tekið fram að hviður sem þessar hafi verið viðvarandi frá því landris hófst 27. október við Þorbjörn, þó nokkuð rólegt hafi verið síðustu daga.

Loks segir að engar vísbendingar séu um gosóróa að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert