Stór hluti íbúða leigður ferðafólki

mbl.is/sisi

Um helgina var vakin athygli á því á samfélagsmiðlinum X að í fjölbýlishúsinu við Bríetartún 9 til 11 væri stór hluti íbúða notaður undir skammtímaleigu til ferðamanna. Á mynd sem þar birtist má sjá að 29 íbúðir eru í eigu SIF Apartments.

Í aðeins fimm íbúðum virðist fólk hafa fasta búsetu. Af heimasíðu SIF Apartments má greinilega sjá að fyrirtækið rekur gistiþjónustu fyrir ferðamenn.

Á miðlinum kemur fram nokkur gremja sökum þess að íbúðirnar hafi upphaflega verið hugsaðar sem viðbót við almennan markað, en ekki til útleigu til ferðamanna.

Þróunin kemur á óvart

Í apríl 2018 fjallaði Morgunblaðið um það að umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefði synjað því að veita gistileyfi fyrir 38 íbúðir við Bríetartún 9-11. Í húsinu eru alls 94 íbúðir.

Stuttu síðar var synjuninni hins vegar snúið við. Í umfjöllun Morgunblaðsins kom fram að sennilega væri án fordæmis að svo margar íbúðir í nýju húsi væru leigðar út til ferðamanna.

Hjálmar Sveinsson var formaður umhverfis- og skipulagsráðs árið 2018. Er hann þar enn fulltrúi. Hann segir þetta slæma þróun sem komi sér á óvart. „Ég er mjög hissa á henni.“

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert