Uppsagnirnar ekki krafa fjárfesta

Gísli Herjólfsson, forstjóri og stofnandi Controlant.
Gísli Herjólfsson, forstjóri og stofnandi Controlant. Ljósmynd/Aðsend

Gísli Herjólfs­son, einn stofn­enda og for­stjóri Control­ant, seg­ir að erfitt hafi verið að kveðja átta­tíu starfs­menn í dag. Um­fang dreif­ing­ar Covid-bólu­efna hafi minnkað hraðar á síðustu mánuðum en spár gerðu ráð fyr­ir og var nauðsyn­legt að ráðast í upp­sagn­ir til að skapa sjálf­bær­an rekst­ur til framtíðar. Þá hafi hópupp­sögn­in ekki verið að kröfu fjár­festa.

Þrátt fyr­ir allt sé Control­ant í sókn­ar­hug og er fyr­ir­tækið nú að þróa vör­ur sem munu hafa þann mögu­leika að gjör­bylta hvernig aðfanga­keðja lyfja verður eft­ir nokk­ur ár. 

„Í dag vor­um við að kveðja marga góða vini. Gott starfs­fólk sem að hef­ur lagt mjög hart að sér og byggt upp gríðarlega mikla þekk­ingu. Ég veit það að önn­ur fyr­ir­tæki hér í kring­um okk­ur verða mjög hepp­in að fá þau til starfa sem fyrst.“

Átta­tíu var sagt upp hjá fyr­ir­tæk­inu í dag en að sögn Gísla var upp­sögn­un­um lokið um há­degi. Voru þær þvert á deild­ir fyr­ir­tæk­is­ins. Í kjölfar breytinga sem tilkynnt var um í dag er starfsfólk félagsins 450 talsins.

Gríðarlega mikill og hraður vöxtur

„Í byrj­un far­ald­urs­ins svöruðum við kall­inu frá Pfizer og einnig frá Banda­ríkja­stjórn við að hjálpa þeim í dreif­ingu á bólu­efn­um á heimsvísu.“

Þegar Covid-far­ald­ur­inn byrj­ar var Control­ant með 60 starfs­menn í vinnu og voru lang­flest­ir á Íslandi.

Verk­efnið fyr­ir hönd­um var stórt og viðamikið og krafðist mik­ils mannafla. Þurftu stjórn­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins að bregðast hratt við og ráða fjölda fólks.

„Við fór­um mest yfir 500 starfs­menn á rúm­um tveim­ur árum, sem er gríðarlega mik­ill og hraður vöxt­ur. Þrátt fyr­ir að við viss­um að þetta Covid-verk­efni myndi ekki vara að ei­lífu þá voru all­ar sviðsmynd­ir þannig að þetta myndi smám sam­an minnka á nokkr­um árum.

Það sem að ger­ist núna er að sviðsmynd­in breyt­ist. Það er tölu­vert minni eft­ir­spurn eft­ir bólu­efn­um síðasta árs­fjórðung­inn á þessu ári  sem hef­ur áhrif inn á næsta ár.“

Minnkaði hraðar en spár gerðu ráð fyrir

Að sögn Gísla hef­ur um­fang bólu­efna­dreif­ing­ar í tengsl­um við Covid minnkað tölu­vert hraðar held­ur en spár gerðu ráð fyr­ir.

„Þegar að Covid-verk­efnið minnk­ar svona snögg­lega þá hef­ur það í raun­inni áhrif þvert á fyr­ir­tækið. Við þurf­um ekki eins stórt fyr­ir­tæki til þess að fara inn í næsta ár og halda áfram að sinna verkefnum sem tengjast okk­ar kjarnastarfsemi .“

Sjáiði fyr­ir ykk­ur að þurfa að ráðast í frek­ari aðgerðir á næstu mánuðum?

„Þess­ar aðgerðir, það er að segja þessi fjár­mögn­un og fækkun á starfsfólki, hún er gerð til þess að  byggja upp sjálf­bær­an rekst­ur til framtíðar miðað við þau verk­efni sem eru fyr­ir fram­undan.“

Gjörbylta aðfangakeðjunni

Eins og greint var frá fyrr í dag tryggði Control­ant sér 80 millj­óna Banda­ríkja­dala fjár­mögn­un til þess að styðja við áfram­hald­andi vöruþróun og markaðssókn. Fyr­ir­tækið starfar í dag fyr­ir 8 af 20 af stærstu lyfja­fyr­ir­tækj­um heims og að sögn Gísla er fyr­ir­tækið enn í sókn­ar­hug.

„Okk­ar mark­mið er að út­rýma sóun í aðfanga­keðju lyfja og við erum  að halda okk­ar veg­ferð áfram núna. Þessi fjármögnun er mik­ill styrk­ur fyr­ir okk­ur til þess að að  halda áfram á okkar veg­ferð og farið í markaðssókn­ til að halda áfram að vaxa til lengri tíma.“

Að sögn Gísla eru marg­ar nýj­ar lausn­ir í far­vatn­inu.

„Eitt af því sem við erum að gera núna er að koma rauntímavöktunarlausn­um okkar á markað á heimsvísu fyr­ir all­an iðnaðinn. Við erum einnig að vinna í enn frek­ari vöruþróun sem mun hafa þann mögu­leika að gjör­bylta hvernig aðfanga­keðja lyfja verður eft­ir nokk­ur ár. Það er mik­ill sókn­ar­hug­ur í fyr­ir­tæk­inu þrátt fyr­ir allt.“

Voru þess­ar upp­sagn­ir að kröfu þeirra sem komu að fjár­mögn­un­inni?

„Nei, kraf­an er í raun­inni að tryggja sjálf­bær­an rekst­ur og það kem­ur hvorki frá fjár­fest­um eða öðrum held­ur frá fyr­ir­tæk­inu sjálfu. Út af þess­um breyt­ing­um erum við að byggja sjálf­bær­an rekst­ur til framtíðar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert