Aðsókn hefur aukist í Sky Lagoon

Baðstaðurinn á Kársnesinu er fjölsóttur, ekki síst núna þegar Bláa …
Baðstaðurinn á Kársnesinu er fjölsóttur, ekki síst núna þegar Bláa lónið við Grindavík er lokað vegna þeirra jarðhræringa sem verið hafa á Reykjanesskaga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Sameiginlegt verkefni okkar allra sem störfum í ferðaþjónustunni er að sjá til þess að upplifun fólks sem kemur til landsins verði sem best. Í því sambandi er miðlun réttra upplýsinga lykilatriði, svo öllum verði ljóst að Ísland sé öruggt,“ segir Helga María Albertsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Sky Lagoon í Kópavogi.

Baðstaðurinn á Kársnesinu er fjölsóttur, ekki síst núna þegar Bláa lónið við Grindavík er lokað vegna þeirra jarðhræringa sem verið hafa á Reykjanesskaga. Ísland hefur af þeirri ástæðu verið í heimsfréttum og því hefur fólk sem starfar í ferðaþjónustu fundið fyrir. Sú athygli hefur verið með ýmsum tilbrigðum.

Helga María Albertsdóttir.
Helga María Albertsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Heimsóknum fjölgar

„Við höfum verið svo lánsöm að aðsóknin hefur verið góð frá opnun, en vissulega hefur áhugi á heimsóknum aukist síðustu vikur og við því gert það sem við getum til að koma til móts við gesti á sem bestan hátt,“ segir Helga María.

„Það er mikilvægt þegar kemur að markaðssetningu á Íslandi að allir séu á sömu blaðsíðu. Fréttir sem geta skapað óvissu og ótta hafa jafnan mikil áhrif. Þegar Grindavík fór á neyðarstig vegna jarðskjálfta og hugsanlega eldgoss fór af stað skriða í fjölmiðlum með fréttum sem voru nokkuð misvísandi. Með góðu og skipulögðu starfi stjórnvalda tókst að koma þeirri umfjöllun í réttan farveg, þannig að skaði hlytist ekki af,“ segir Helga María. 

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert