Skjálfti fannst víða fyrir norðan

Skjálftinn varð um 5 km suðvestur af Dalvík.
Skjálftinn varð um 5 km suðvestur af Dalvík. Kort/Map.is

Jarðskjálfti af stærðinni 2,8 varð rúma 5 kílómetra suðvestur af Dalvík í morgun. 

Skjálftinn fannst víða og segir á vef Veðurstofunnar að hann hafi meðal annars fundist á Dalvík, í Svarfaðardal og á Ólafsfirði. 

Reið skjálftinn yfir kl. 06.44.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert