„Skortir orð til að lýsa hvað ég er gáttuð“

Helga Vala Helgadóttir.
Helga Vala Helgadóttir. mbl.is/Eyþór

Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, skorar á íslensk stjórnvöld að beita sér fyrir því að Edda Björk Arnardóttir verði ekki send úr landi fyrr en komið sé á hreint hvenær eigi að taka málið fyrir.

„Rétt í þessu heyrði ég af því að senda ætti Eddu Björk til Noregs í nótt, þrátt fyrir að ekki sé komin niðurstaða í Landsrétti varðandi handtökuskipunina. Það er svo margt rangt við þessa framkvæmd alla að mig skortir orð til að lýsa hvað ég er gáttuð,“ skrifar Helga Vala á Facebook nú í kvöld.

Þegar hefur mbl.is greint frá fyrirhuguðum flutningi Eddu Bjarkar úr landi.

Skorar á stjórnvöld

Helga Valar skorar á stjórnvöld að tryggja að Edda komi heim til fjölskyldunnar um leið og þingfesting á málinu er afstaðin í Noregi.

„Það er fráleitt að sjö barna móðir sé dregin þarna út í byrjun desember þegar ekkert er vitað um það hvenær á að taka málið fyrir en það eitt sé vitað að það klárast ekki fyrir jól,“ segir Helga Vala.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert