Vilja að lífeyrissjóðirnir fylgi fordæmum bankanna

Fjölmennt var í höfuðstöðvum Gildis lífeyrissjóðs og Landssamtaka lífeyrrissjóða.
Fjölmennt var í höfuðstöðvum Gildis lífeyrissjóðs og Landssamtaka lífeyrrissjóða. mbl.is/Eyþór

Grindvíkingar mótmæltu í höfuðstöðvum Gildis lífeyrissjóðs og Landssamtaka lífeyrrissjóða í dag. 

Var markmiðið að þrýsta á lífeyrissjóði um að koma betur til móts við Grindvíkinga sem nú þurfa að finna sér nýtt húsnæði með tilheyrandi kostnaði, segir í Facebook-færslu Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR. 

Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur, fór yfir stöðu Grindvíkinga og …
Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur, fór yfir stöðu Grindvíkinga og kröfur þeirra. mbl.is/Eyþór

Það er lágmarkskrafa okkar að vextir og verðbætur verði felldar niður tímabundið, eða þrjá mánuði, á meðan mesta ósvissan ríkir og fylgi þannig fordæmi bankanna,“ segir í færslunni þar sem fólk var hvatt til að mæta og sýna samstöðu í verki.  

Það voru þeir Ragnar, Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur og 
Einar Hannes Harðarson, formaður Vélstjóra og sjómannafélags Grindavíkur, sem boðuðu til mótmælanna. Auk þeirra mætti Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. 

Sólveig Anna var meðal þeirra sem mættu til að mótmæla.
Sólveig Anna var meðal þeirra sem mættu til að mótmæla. mbl.is/Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert