Snjóað gæti sunnanlands á sunnudag

Snjóað gæti á Suðurlandi á sunnudag.
Snjóað gæti á Suðurlandi á sunnudag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Líkur eru á að lægðardrag myndist við suðurströndina á sunnudagsmorgun, en þá gæti snjóað um tíma á Suðurlandi og jafnvel við Faxaflóa seinnipartinn. 

Víðáttumikil og öflug hæð yfir Grænlandi stýrir veðrinu um helgina líkt og síðustu daga. 

Beinir lægðin hingað svölum norðan- og norðaustanáttum. Él víða á Norður- og Austurlandi, en lengst af bjartviðri fyrir sunnan ov estan. 

Frost víða 0 til 5 sig, en sums staðar frostlaust úti við sjávarsíðuna. 

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:

Norðan og norðaustan 3-10 m/s og skýjað með köflum, en dálítil él á Norður- og Austurlandi. Frost 0 til 10 stig, minnst syðst.

Á sunnudag:

Norðaustlæg eða breytileg átt, 5-13 m/s, hvassast norðvestantil og él á víð og dreif, en úrkomulítið á Vesturlandi. Frost 1 til 12 stig, kaldast inn til landsins.

Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag:

Útlit fyrir austlægar eða breytilegar áttir með éljum eða jafnvel snjókomu víða um land. Áfram kalt í veðri.

Á fimmtudag:

Líkur á vaxandi suðaustanátt með slyddu eða rigningu á sunnanverðu landinu, en úrkomulítið fyrir norðan. Hlýnandi veður.

Veður á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert