Hafísinn virðist fjarlægjast lítillega

Hafísinn er næst landinu í 23 sjómílna fjarlægð norður af …
Hafísinn er næst landinu í 23 sjómílna fjarlægð norður af Hornströndum. Mynd/NASA

Hafísinn hefur heldur fjarlægst landið undanfarna daga, en á meðfylgjandi mynd, sem tekin er úr SUOMI NPP-gervitungli NASA, sést að hafísinn er næst landinu í 23 sjómílna fjarlægð norður af Hornströndum. Er það lítið eitt fjær en á miðvikudag, þegar hafísinn var 20 sjómílur frá landi.

Á myndinni sem tekin var aðfaranótt sl. föstudags sést glitta í Grænland efst til vinstri, en einnig má sjá hafísbreiðuna sem og hitaskil sjávarins á Grænlandssundi sem fram koma í mismunandi bláum tónum. Ský eru á víð og dreif og yfir miðju Íslandi frá vestri til austurs getur að líta gulleitt norðurljósaband.

Einnig má sjá ljós sem berst frá helstu þéttbýlissvæðum og gróðurhúsahverfum landsins.

Þetta er mjög ljósnæm mynd, tekin með svokölluðum VIIRS-skanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert