Hangir ríkisstjórnin á bláþræði?

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra viðurkennir að ýmislegt gangi á í samstarfi stjórnarflokkanna. Í fyrsta þætti Spursmála var hún spurð hvort stjórnin héngi á bláþræði eins og heimildarmenn innan flokkanna þriggja vilja meina.

Hún tekur þó ekki svo djúpt í árinni en þáttastjórnandi vísaði m.a. í umdeilt frumvarp um tilhögun svokallaðra sanngirnisbóta sem forsætisráðherra hefur lagt þunga áherslu á að ná í gegnum þingið en sjálfstæðismenn hafa gert talsverða fyrirvara við.

Kristrún Frostadóttir og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir mættu til leiks …
Kristrún Frostadóttir og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir mættu til leiks í Spursmálum á fullveldisdaginn, 1. desember. mbl.is/Brynjólfur Löve

Þórdís er gestur í fyrsta þætti Spursmála þar sem hún mætir til leiks ásamt Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar.

Í brýnu skarst milli þeirra í nokkrum málum sem bar á góma í þættinum en sjón er sögu ríkari.

Þáttinn má sjá í heild sinni hér fyrir neðan en Spursmál verða í opinni dagskrá á mbl.is alla föstudaga kl. 14:00.mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert