Hefði mögulega mátt rýma fyrr

„Við höfum séð svona kvikuhlaup áður en ekki séð þetta gerast svona rosalega hratt,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands, í Dagmálum. 

Hann segir að mögulega hefði mátt rýma Grindavík fyrr en gert var. Rýna verði þó betur í gögnin áður en hægt verði að fullyrða um það.

Frá rýmingu Grindavíkurbæjar aðfaranótt 11. nóvember.
Frá rýmingu Grindavíkurbæjar aðfaranótt 11. nóvember. mbl.is/Eyþór

Kynnt síðar í sjónvarpinu

Hann segir að ákvörðunin hafi verið Veðurstofunnar og að viðbragðsaðilar hafi farið af stað um leið. 

„Tilkynningin var kynnt í sjónvarpinu aðeins seinna en þá voru viðbragðsaðilar farnir af stað,“ segir Benedikt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert