Ráðning Rósu Bjarkar framlengd

Rósa Björk sat áður á Alþingi fyrir Vinstri græna.
Rósa Björk sat áður á Alþingi fyrir Vinstri græna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tímabundin ráðning Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur varaþingmanns Samfylkingarinnar sem verkefnastjóra í alþjóðamálum í forsætisráðuneytinu var í haust framlengd til áramóta. Um er að ræða 50% starfshlutfall samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu.

Greint var frá því í byrjun mars sl. að forsætisráðuneytið hefði ráðið Rósu Björk sem verkefnastjóra alþjóðamála til sex mánaða í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn var hér á landi um miðjan maí sl. Samkvæmt vef ráðuneytisins starfar Rósa Björk enn í ráðuneytinu, nú tæpum níu mánuðum síðar.

Morgunblaðið spurðist fyrir um það hvort ráðning hennar hefði verið framlengd og ef svo væri, hvort staðan hefði verið auglýst og hvaða verkefnum hún væri að sinna innan ráðuneytisins. Í svörum ráðuneytisins kemur fram að ráðning hennar hafi verið framlengd til áramóta í hlutastarfi.

Þá kemur fram að þau verkefni sem Rósa Björk sinnir og hefur sinnt snúi m.a. að úrvinnslu og eftirfylgni leiðtogafundarins, verkefnum tengdum málefnum afganskra kvenna, undirbúningi friðarráðstefnu, undirbúningi heimsóknar framkvæmdastjóra UNESCO og vinnu starfshóps um hvernig megi minnast helfararinnar. Þá sinni hún tilfallandi verkefnum á sviði alþjóðamála.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert