Vél Icelandair snúið við

Flugvél Icelandair var snúið við vegna veðurs.
Flugvél Icelandair var snúið við vegna veðurs. mbl.is/Hörður Sveinsson

Flug­vél Icelanda­ir á leið til Munchen í Þýsklandi var snúið við vegna veðurs eftir að hafa lokið rúmlega helming af flugferð sinni.

Vél­in fór í loftið rétt fyrir klukkan átta í morgun og var hún stödd austan við Skotland þegar henni var snúið við.

„Það eina sem við vitum að svo stöddu er að vélinni var snúið við vegna veðurs í Munchen. Við í Keflavík erum tilbúin til þess að taka á móti henni,“ segir upplýsingafulltrúi Isavia í samtali við mbl.is.

Samkvæmt erlendum fréttamiðlum er mikilli snjókomu spáð í suðurhluta Þýskalands í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert