Breikkun vegar boðin út fyrir jól

Umferð var hleypt á fyrri hluta breikkunar vegarins í sumar. …
Umferð var hleypt á fyrri hluta breikkunar vegarins í sumar. Vinna við seinni hlutann ætti að geta hafist af fullum krafti á næsta ári. mbl.is/Árni Sæberg

Til stendur að bjóða út seinni hluta breikkunar Vesturlandsvegar á Kjalarnesi fyrir jólin. Þetta upplýsir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Þetta er nokkru seinna en upphaflega var lagt upp með. Í samgönguáætlun er fjármagn sett í verkið næstu fjögur árin, 2024-2027.

Um er að ræða 2. áfanga breikkunar hringvegar á Kjalarnesi á milli Varmhóla og Hvalfjarðarvegar, þ.e.a.s. breikkun 5,6 kílómetra kafla. Breikka á núverandi tveggja akreina veg í 2+1-veg með aðskildum akbrautum. Í verkinu eru meðal annars innifalin tvö hringtorg, annars vegar við Grundarhverfi og hins vegar við Hvalfjarðarveg, tvenn undirgöng undir hringveg við Esjuskála og við Arnarhamar, lenging undirganga við Vallá og lenging steypts stokks við Blikdalsá.

Kort/mbl.is

Hliðarvegir og stígar eru einnig innifaldir í verkinu og eitt stálplöturæsi gegnum hliðarveg. Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar, Veitna, Gagnaveitu Reykjavíkur og Mílu.

Fulltrúar frá Vegagerðinni og verkfræðistofunni Verkís kynntu fyrirhugaðar framkvæmdir á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur í síðustu viku. 

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í gær, laugardag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert