Er hægt að greiða úr flækjunni?

Jólaseríurnar lýsa upp skammdegið þegar vel tekst til.
Jólaseríurnar lýsa upp skammdegið þegar vel tekst til. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á þessum árstíma hellist kvíði yfir einhverja þegar þeir átta sig á því að aftur sé komið að þeirri stund þar sem hengja skal upp jólaseríuna. Ófáa Íslendinga hefur maður séð á barmi taugaáfalls í glímunni við seríuna.

Fyrst þarf að hafa uppi á seríunni í geymslunni. Ef það tekst þá tekur við mjög þroskandi ferli þar sem greiða þarf úr flækjum og finna út hvort perurnar yfirhöfuð virki. Enda getur verið afskaplega freistandi á þrettándanum að setja seríuna bara aftur í geymsluna frekar en að huga að viðhaldi eða fara með gamla seríu í endurvinnsluna. Á endurvinnslustöðvum Sorpu er þessa dagana tekið á móti jólaseríum sem fólk vill losna við.

„Við viljum gjarnan vekja athygli á því á þessum árstíma að við tökum sérstaklega á móti jólaseríum. Til að aðstoða þá starfsmenn sem koma til með að taka við þessu hjá Hringrás þá væri heppilegt ef fólk getur haft seríurnar aðskildar frá öðru, til að spara tíma og orku. Það getur verið töluvert erfitt fyrir þá starfsmenn sem undirbúa raftæki til endurvinnslu að fá einn rúmmetra af raftækjum á borðið hjá sér sem eru flækt saman með jólaseríu. Flest raftækin hafa einhverja snúru sem er stungið í samband og þetta vill verða að einum stórum köggli. Það er því praktískt að setja seríurnar til hliðar og setja í þar til gerða gáma og tunnur á endurvinnslustöðvum,“ segir Guðmundur Tryggvi Ólafsson rekstrarstjóri hjá Sorpu.

Við komuna í Sorpu eru raftækin flokkuð eftir stærð og er hægt að losa sig við perur og litla hluti sér en ýmis stærri raftæki fara í aðra gáma. „Við viljum alls ekki fá raftæki í blandaða ruslið og heldur ekki jólaseríurnar. Þær eiga það til að flækjast í öllu öðru.“

Nánar er fjallað um málið í föstudagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert