Snjókomu spáð víða um land

Búast má við einhverri snjókomu eða éljum.
Búast má við einhverri snjókomu eða éljum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Búast má við einhverri snjókomu eða éljum víða um land í dag og er viðbúið að snjói á Reykjanesi um tíma, einkum síðdegis og fram á kvöld.

Austlægari vindur í dag, gola eða kaldi og frost yfirleitt á bilinu 0 til 8 stig, segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Á morgun, mánudag, er útlit fyrir ákveðna suðaustanátt og slyddu eða snjókomu með köflum suðvestan- og vestanlands, líklega mest við ströndina.

Hiti í kringum frostmark. Hægari vindur á Norður- og Austurlandi, bjart veður og kalt.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert