Svaf ölvunarsvefni við jólaköttinn

Einstaklingur svaf ölvunarsvefni við jólaköttinn á Lækjartorgi.
Einstaklingur svaf ölvunarsvefni við jólaköttinn á Lækjartorgi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Lögreglan fékk nokkrar tilkynningar um hópslagsmál í miðborg Reykjavíkur, auk þess sem talsvert var um akstur undir áhrifum, innbrot og þjófnað.

Óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna einstaklings sem svaf ölvunarsvefni við jólaköttinn á Lækjartorgi. Hann var vakinn og gekk sína leið.

Þá var tilkynnt um umferðaróhapp þar sem ökumaður bifreiðar hafði ekið á ljósastaur og flúið vettvang. Fannst hann þó skömmu síðar og er málið í rannsókn. Atvikið er skráð á lögreglustöð fjögur sem hefur umsjón með Grafarvogi, Árbæ og Mosfellsbæ.

Fram kemur í dagbók lögreglu að 116 mál hafi verið skráð hjá lögreglu frá klukkan sjö í gærkvöldi til fimm í morgun. Segir einnig að fangageymslan á Hverfisgötu hafi verið full.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert