Sólin blindaði sýn ökumanns í hliðarspegli

Bíll valt við tjörnina í miðbæ Reykjavíkur á laugardaginn.
Bíll valt við tjörnina í miðbæ Reykjavíkur á laugardaginn. mbl.is/kbl

Grunur leikur á því að sólin hafi blindað ökumanninn sem velti bifreið sinni á Frí­kirkju­vegi við Tjörn­ina í miðbæ Reykja­vík­ur á laugardaginn.

Fram kemur í skýrslu lögreglunnar að ætla megi að sólin hafi blindað sýn ökumanns í hliðarspegli en sólin var lágt á lofti þegar óhappið átti sér stað.

„Þetta sýnir okkur að menn verða að fara varlega þegar svona aðstæður eru,“ segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

Einn var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild og reyndist um minniháttar meiðsli að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert