Hefur þú séð búkollu?

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir svartri og gulri búkollu með skráningarnúmerið JB-P52.

Að sögn lögreglu var búkollunni, sem er stærðarinnar flutningabíll, stolið af athafnasvæði verktaka við Álfabakka á sunnudagsmorgun.

Lögreglan segir í tilkynningu að síðast hafi sést til búkollu þar sem henni hafi verið ekið eftir Reykjanesbraut í átt að Hafnarfirði.

„Sjáist hún í umferð og/eða hafi einhverjir vitneskju um hvar hún er niðurkomin vinsamlegast hringið tafarlaust í lögreglu í síma 112.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert