Samþykktu tímabundinn húsnæðisstuðning

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar skoðuðu aðstæður í Grindavík á dögunum.
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar skoðuðu aðstæður í Grindavík á dögunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alþingi samþykkti í dag að veita Grindvíkingum tímabundinn fjárhagslegan stuðning vegna aukins húsnæðiskostnaðar í kjölfar náttúruhamfaranna. Íbúum Grindavíkur var gert að yfirgefa bæinn þann 10. nóvember.

Frumvarp þess efnis var samþykkt af öllum þeim 47 sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni á Alþingi í dag. 

Markmið laganna er að lækka húsnæðiskostnað Grindvíkinga sem þurfa að leigja húsnæði til íbúðar utan Grindavíkurbæjar vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga.

Til að mæta hús­næðisþörf­inni hef­ur m.a. verið leitað til Bríet­ar leigu­fé­lags um að kaupa allt að 150 nýj­ar íbúðir. Þá mun Bjarg íbúðafé­lag koma að því að mæta sér­stak­lega hús­næðisþörf tekju­lægri heim­ila í Grinda­vík með mögu­leg­um kaup­um á allt að 60 íbúðum.

Þá verður sett í forgang að tryggja Grindvíkingum húsnæði til leigu meðan á almannavarnaástandi og rýmingu stendur og eftir atvikum lengur ef þörf krefur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert