Stór hluti býr við sárafátækt

Tæplega sjö af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum 80.000 …
Tæplega sjö af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum 80.000 kr. útgjöldum án þess að efna til skuldar og meira en helmingur metur fjárhagsstöðu sína verri nú en fyrir ári síðan. Ljósmynd/Colourbox

Stór hluti fatlaðs fólks á Íslandi býr við sárafátækt og lífsskilyrði lífeyristaka eru töluvert verri en launafólks. Tæplega sjö af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum 80.000 kr. útgjöldum án þess að efna til skuldar og meira en helmingur metur fjárhagsstöðu sína verri nú en fyrir ári síðan.

Þá er staða einhleypra foreldra  sérstaklega alvarleg. 

Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar Vörðu - rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins og ÖBÍ réttindasamtaka, sem kynntar voru í Mannréttindahúsinu í morgun.

Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdarstýra Vörðu, kynnti helstu niðurstöður en greining Vörðu er umfangsmikil og nær til margra þátta.

Neita sér um félagslíf eða geta ekki greitt grunnþætti fyrir börn

Í niðurstöðukafla skýrslunnar kemur m.a. fram að ríflega þriðjungur búi við efnislegan skort eða verulegan efnislegan skort. Þá segir að helmingur þurfi að neita sér um og félagslíf vegna fjárhagsstöðu sinnar. Fjórir af hverjum tíu þurfa að neita sér um nauðsynlegan klæðnað og næringarríkan mat. 

Bent er á að slæm fjárhagsstaða komi í veg fyrir að hægt sé að greiða grunnþætti fyrir börn. Tæplega fjórir af hverjum tíu geta ekki greitt kostnað vegna tómstunda, félagslífs eða gefið börnum sínum jóla og/eða afmælisgjafir. 

Enn fremur segir, að um fjórðungur einhleypra mæðra hafi þurft mataraðstoð á síðastliðnu ári. Þá segir að ríflega sex af hverjum tíu einhleypum foreldrum búi við þunga byrði af húsnæðiskostnaði. 

Hér má lesa nánar um efni skýrslunnar. 

Einnig er að finna umfjöllun á vef BSRB.

Könnunin var lögð fyrir þann 1. október. TR sendi póst á 19.331 einstakling og bauð þeim að veita upplýst samþykki fyrir þátttöku í rannsókninni. 

  • 480 samþykktu að fá könnun senda
  • 585 svöruðu
  • Svarhlutfall: 19%
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert