Austan hvassviðri syðst á landinu

Spákort í hádeginu í dag.
Spákort í hádeginu í dag. Kort/mbl.is

Austan hvassviðri er spáð syðst á landinu í dag með snörpum vindhviðum. Aðstæður geta verið varasamar ökutækjum sem taka á sig mikinn vind.

Þetta kemur fram í athugasemd veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Spáð er austan 5 til 13 metrum á sekúndu, en 13-20 m/s syðst. Dálítil él verða suðaustan og austan til, en annars verður bjart að mestu.

Frost verður á bilinu 1 til 15 stig, kaldast í innsveitum norðanlands, en hiti í kringum frostmark við suður- og vesturströndina.

Hæg austlæg átt verður á morgun, en 8-15 m/s syðst. Víða verður léttskýjað, en stöku él verða austanlands. Áfram verður kalt í veðri.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert