Hallinn eykst um níu milljarða

Framkvæmdir við varnargarð.
Framkvæmdir við varnargarð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Útgjöld ríkissjóðs aukast um tæpa 7,3 milljarða króna í fjáraukalagafrumvarpi fyrir yfirstandandi ár umfram það sem gert var ráð fyrir þegar frumvarpið var lagt fram. Vegur þyngst rúmlega fimm milljarða króna útgjöld sem falla til á þessu ári í stuðningsaðgerðir vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga og rýmingar Grindavíkur.

Nú er útlit fyrir að afkoma ríkissjóðs verði um níu milljörðum króna lakari en áður var áætlað og hallinn á árinu verði 54 milljarðar króna en ekki 45 milljarðar eins og gert var ráð fyrir við endurmat á afkomu ársins þegar frumvarpið var lagt fram fyrr í vetur.

Þessar upplýsingar koma fram í bréfi fjármála- og efnahagsráðuneytisins til fjárlaganefndar um breytingar á fjáraukalagafrumvarpi vegna yfirstandandi árs. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert