Sólveig Anna mætir Stefáni Einari á morgun

Sólveig Anna Jónsdóttir mun sitja fyrir svörum í öðrum þætti …
Sólveig Anna Jónsdóttir mun sitja fyrir svörum í öðrum þætti af Spursmálum, undir stjórn Stefáns Einars Stefánssonar. Samsett mynd

Annar þáttur Spursmála verður í beinu streymi hér á mbl.is á morgun, föstudag. Búast má við líflegum umræðum þar sem Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur boðað komu sína í þáttinn og mun sitja fyrir svörum. 

Spursmál er nýr og beinskeyttur umræðuþáttur undir stjórn Stefáns Einars Stefánssonar sem hóf göngu sína hér á mbl.is síðastliðinn föstudag með fjörugum og afdráttarlausum hætti.

Í fyrsta þætti Spursmála skarst í brýnu á milli þeirra Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, fjármála- og efnahagsráðherra og Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar þegar þær tókust á um málefni þingsins og vörpuðu ljósi á þá ólíku sýn sem þær hafa á stóru málum samfélagsins.

Fylgstu með Spursmálum alla föstudaga kl. 14 í beinu streymi hér á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert