Vélinni verður fljótlega flogið heim frá Indlandi

Afturhluti flugvélarinnar straukst við flugbrautina.
Afturhluti flugvélarinnar straukst við flugbrautina. mbl.is/Hörður Sveinsson

Búist er við að flugvél Icelandair sem lenti í óhappi á Indlandi í síðasta mánuði verði flogið heim til Íslands á næstunni.

Atvikið átti sér stað á Lal Bahadur Shastri-flugvelli í Varanasi á Indlandi 10. nóvember síðastliðinn.

„Við lendingu flugvélar sem var í leiguverkefni í Indlandi straukst afturhluti hennar við flugbraut. Farþegar urðu þess ekki varir og engin slys urðu á fólki,“ segir Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair en talsverðan tíma hefur tekið að gera við vélina. Helgast það af aðstæðum en ekki umfangi, að sögn Guðna.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert