Kröfugerð í kjaraviðræðum liggur ekki fyrir

Verkalýðshreyfingin er enn að móta kröfugerð sína gagnvart vinnuveitendum og stjórnvöldum. Vinnufundir í tengslum við það eru framundan í næstu viku. Þetta upplýsir Sólveig Anna í Spursmálum.

Sólveig Anna Jónsdóttir er nýjasti gestur Spursmála og ræðir þar …
Sólveig Anna Jónsdóttir er nýjasti gestur Spursmála og ræðir þar m.a. um stöðuna í kjaraviðræðum við atvinnurekendur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna sitt skeið í lok janúar næstkomandi.

Í ítarlegu og fjörlegu viðtali upplýsir Sólveig Anna þá félagsmenn Eflingar sem koma að undirbúningi kjarasamningsgerðarinnar hafi ákveðna mynd af því hver kröfugerð félagsins verður. Hins vegar eigi eftir að útfæra ákveðna þætti og ná samstöðu um það við önnur stéttarfélög. Hún segist vongóð um að það muni takast.



Þegar hún er spurð að því hvort stjórnvöld, sem krafin hafa verið um aðgerðir til að liðka fyrir samningum, hafi verið upplýst um hverjar kröfur verkalýðshreyfingarinnar eru segir hún: „Við eigum enn eftir að leggja lokahönd á það sem við viljum.“

Sólveig Anna segir sömuleiðis að markmiðið sé ekki að stilla stjórnvöldum upp við vegg í kjaraviðræðunum. Þau hafi mjög mikla hagsmuni, rétt eins og almenningur, af því að samningar náist og að þeir verði til hagsbóta fyrir alla.

Hún segir alltof stóran hóp fólks, hvorki eiga í sig né á. Það sé komið til vegna þess að „valdastéttin, pólitísk valdastétt og auðvitað efnahagsleg líka hefur einfaldlega ekki axlað ábyrgð á lífskjörum þessa fólks sem hún auðvitað á að gera.“

Viðtalið við Sólveigu Önnu má sjá og heyra í heild sinni hér. Í þættinum er einnig rætt við Áslaugu Huldu Jónsdóttur og Björn Brynjólf Björnsson um fréttir vikunnar sem senn er á enda.

mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert