Sundlaugin mjög illa farin eftir 31 árs notkun

Botninn á lauginni er afar illa farinn.
Botninn á lauginni er afar illa farinn. Ljósmynd/Árborg

Sundlaugarkarið í sundlaug Stokkseyrar er mjög illa farið eftir 31 árs notkun.

Þessu er greint frá á vef sveitarfélagsins Árborgar.

Fram kemur að fara þurfi í umfangsmiklar viðgerðir á karinu. Skipta þurfi um allar hliðar á lauginni ásamt botni og dúk.

Einnig verða pottar málaðir og hugað verður að viðhaldi á öðrum þáttum á lóð og húsi sundlaugarinnar.

Framkvæmdir eru hafnar en vegna umfangsins er óljóst hvenær þeim lýkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert