Allt að 15 stiga frost

Um helgina er útlit fyrir rólegt veður víðast hvar á landinu og litlar breytingar frá því sem verið hefur.

Svo segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Í dag er spáð hæg austlægri eða breytilegri átt 3-8 m/s, en 8-13 syðst á landinu fram undir kvöld. 

Víða léttskýjað en austast á landinu verður skýjað að mestu og lítilsháttar él gætu látið á sér kræla.

„Það er kalt víða á landinu. Í hægum vindi og léttskýjuðu veðri, þá kólnar vegna útgeislunnar. Mesti kuldinn getur verið mjög staðbundinn, oft kólnar mest í lægðum í landslagi þar sem sama loftið situr kyrrt og kólnar í sífellu. Sólin gerir lítið gagn til upphitunnar á þessum árstíma,“ ritar veðurfræðingur en hiti verður frá frostmarki syðst á landinu, niður í 15 stiga frost í innsveitum á Norðurlandi.

Veðurvefur mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert