Coca-Cola lestin gladdi borgarbúa

Jólalestin gleður borgarbúa 27. árið í röð.
Jólalestin gleður borgarbúa 27. árið í röð. mbl.is/Óttar

Ljósum prýdd jólalest Coca-Cola fór á rúntinn í kvöld og gladdi jólabörn höfuðborgarsvæðisins venju samkvæmt.

Lestin er orðin fastur liður á aðventunni og er orðin eins konar jólaboði, enda litirnir ekki frábrugðnir þeim sem bandaríski jólasveinninn klæðist. 

Fjöldi fólk var saman komið til að sjá lestina hefja …
Fjöldi fólk var saman komið til að sjá lestina hefja för í kvöld. mbl.is/Óttar

Tengja margir jólalestina, ásamt árlegri jólaauglýsingu fyrirtækisins, við jólandann, en lestin hóf göngu sína hér á landi árið 1995.

Við skrif þessarar fréttar átti lestin leið framhjá höfuðstöðvum Morgunblaðsins í Hádegismóum, en Coca Cola-verksmiðjan er nágranni blaðsins og mátti heyra jólalögin óma frá lestinni, sem var í eftirfylgd lögreglu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert