Vildum heiðra minningu allra sem fórust

Lilja Jóna Torfadóttir og Dóra Berglind Torfadóttir á minningarbekknum.
Lilja Jóna Torfadóttir og Dóra Berglind Torfadóttir á minningarbekknum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Í ár eru 40 ár frá því að skipið hans pabba fórst og mig langaði mikið til þess að minnast föður okkar og áhafnarinnar allrar,“ segir Dóra Berglind Torfadóttir, en faðir hennar, Torfi Sölvason stýrimaður, fórst þann örlagaríka dag 28. október 1983 ásamt þremur skipsfélögum sínum á dæluskipinu Sandey II sem fórst við Engey, en tveir áhafnarmeðlimir björguðust. Dóra fékk þá hugmynd að setja minningarbekk við Sæbrautina til móts við slysstaðinn.

„Ég fékk þessa hugmynd í vor, bara stuttu eftir að það birtist grein í Morgunblaðinu um atburðinn,“ segir Dóra og bætir við að hún hafi strax vitað að hún vildi ekki hafa listaverk heldur fallegan bekk sem yrði notaður af Reykvíkingum.

„Við vorum líka að hugsa um að það væri hægt að sitja á bekknum og eiga fallega stund með sjálfum sér og horfa yfir á staðinn þar sem slysið varð,“ segir systir hennar Lilja Jóna. Dóra sagðist strax hafa séð fyrir sér að hafa steyptan bekk, því Sandey var sanddælu- og dýpkunarskip Björgunar hf. og henni fannst við hæfi að hafa vísun í hlutverk skipsins í útfærslunni á bekknum.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert