Breyting á veðurlagi um miðja viku

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í dag er útlit fyrir hæga breytilega átt, 3-8 m/s, og víða þurrt veður og bjartir kaflar. Búast má þó við lítilsháttar él við austurströndina og einnig gætu svolítil él látið á sér kræla á stöku stað við vesturströndina seint í dag.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands en frost verður á bilinu 0 til 10 stig.

„Þegar líður undir miðja næstu viku er útlit fyrir breytingu á veðurlagi. Á miðvikudag er útlit fyrir allhvassa eða hvassa sunnanátt með talsverðri rigningu og hlýnar. Snýst síðan í suðvestan hvassviðri eða storm á fimmtudag með éljum og kólnar aftur niður að frostmarki. Þetta verða mikil viðbrigði frá rólegu veðri síðustu daga og um að gera að láta þessa veðrabreytingu ekki koma sér á óvart,“ ritar veðurfræðingur. 

Veðurvefur mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert