Eldur kviknaði útfrá kertagerð í Skipasundi

Eldur kom upp innandyra í íbúðarhúsi við Skipasund í Reykjavík um klukkan eitt í nótt. 

Að sögn varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu komust íbúar út af sjálfsdáðum og hlutu aðhlynningu á vettvangi. Enginn var fluttur á sjúkrahús. 

Nágrannar höfðu reynt að slökkva eldinn þegar að tveir dælubílar mættu á vettvang og gekk slökkvistarf greiðlega. 

Aðgerðir slökkviliðsins tóku um klukkustund en reykur og sót barst um alla íbúðina. 

Að sögn varðstjóra kviknaði eldurinn útfrá kertagerð fyrir jólin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert