Allt starfsfólkið fær milljón krónur í jólaglaðning

Hver starfsmaður fær milljón krónur í jólakaupauka.
Hver starfsmaður fær milljón krónur í jólakaupauka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Allt starfsfólk fyrirtækisins App Dynamic fær greiddar eina milljón króna í sérstakan jólakaupauka í ár.

Greint er frá þessu á vef Viðskiptablaðsins og tekið fram að fyrirtækið hafi átt velgengni að fagna síðustu ár. Velta þess hafi þannig numið 1,4 milljörðum króna á síðasta ári og hagnaðurinn 585 milljónum.

Þá er rifjuð upp fyrri umfjöllun blaðsins þar sem fram kom að unnin hefðu verið 10 ársverk í fyrirtækinu í fyrra. Fyrir þau störf hefðu verið greiddar 129 milljónir króna í bein laun, sem þýði meðallaun upp á 1,1 milljón króna á mánuði.

Fyrirtækið, sem var stofnað af hjónunum Pratik Kumar og Kristínu Ósk Óskarsdóttur, hefur frá árinu 2011 þróað vöruna AirServer sem auðveldar notendum að varpa mynd, myndbandi eða tónlist á milli skjáa, bæði í gegnum Google Cast, Miracast og AirPlay.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert