Aflýsa verkfallinu

Aðgerðum er aflýst.
Aðgerðum er aflýst. mbl.is/Kristinn Magnússon

Félag flugumferðarstjóra hefur aflýst verkfallsaðgerðum sínum á miðvikudag vegna eldgossins.

Þetta staðfestir Arnar Hjálmsson formaður félagsins í samtali við mbl.is

„Við erum búin að aflýsa verkfallinu 20. desember,“ segir Arnar við mbl.is

Fjórða vinnu­stöðvun­ flugumferðastjóra átti að hefjast klukk­an 4 að nóttu á miðvikudag og standa til 10 um morg­un­inn. Engar aðrar verk­fallsaðgerðir höfðu verið boðaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert