Snjómokstri ekki sinnt á Vestfjörðum á aðfangadag

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Sigurður Bogi

Vegna slæmrar veðurspár fyrir Vestfirði í nótt og á morgun, aðfangadag, má reikna með að ekki verði hægt að sinna mokstri á því svæði meðan veður gengur yfir.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni og segir að því sé hætt við að ekki verði mokað milli þéttbýliskjarna á Vestfjörðum á morgun.

Mik­il hætta er tal­in á að snjóflóð falli á norðan­verðum Vest­fjörðum á morgun. Spáð er norðan­stormi og hríðarveðri og bú­ast má við mikl­um skafrenn­ingi.

Í tilkynningu Vegagerðarinnar segir að staðan verður endurmetin kl. 9 í fyrramálið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert