Hópferðir hefjast á ný til Rússlands

Bjarmaland boðar nú hópferð frá Íslandi til Rússlands þar sem …
Bjarmaland boðar nú hópferð frá Íslandi til Rússlands þar sem siglt verður með lúxusskipinu Nikolai Tsjernísjevskí á milli Pétursborgar og Moskvu í júní næstkomandi. AFP

„Þessar ferðir byrjuðu fyrst árið 2004 og þá vorum við eins konar frumkvöðlar á þessu sviði. Svo árið 2020 byrjar Covid og þá fellur allt niður og sama staða er 2022 þegar stríðið [í Úkraínu] byrjar. En ég var á Íslandi í sumar og þá fann ég fyrir miklum áhuga fólks á ferðum til Rússlands,“ segir Haukur Hauksson, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Bjarmalands, í samtali við Morgunblaðið.

Bjarmaland boðar nú hópferð frá Íslandi til Rússlands þar sem siglt verður með lúxusskipinu Nikolai Tsjernísjevskí á milli Pétursborgar og Moskvu í júní næstkomandi.

Athygli vekur að þvinganir Vesturlanda sem beinast gegn Rússlandi, lokun sendiráðs Íslands í Moskvu og brotthvarf sendiherra Rússlands frá Íslandi munu lítil sem engin áhrif hafa á ferðalagið. Það helsta sem fólk þarf að hafa í huga, að sögn Hauks, er að hafa með sér reiðufé því ekki er hægt að notast við hefðbundin kort Vesturlandabúa, þ.e.a.s. VISA og Mastercard, í Rússlandi.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert