Snarpur skjálfti við Bárðarbungu

Jarðskjálftinn er ekki talin tengjast skjálftanum sem reið yfir í …
Jarðskjálftinn er ekki talin tengjast skjálftanum sem reið yfir í Grímsfjalli í morgun. mbl.is/RAX

Skjálfti af stærðinni 3,1 mældist við Bárðarbungu rétt fyrir kl. 12 í dag.

Skjálftinn mældist á um 100 metra dýpi samkvæmt gögnum frá Veðurstofu Íslands.

Tveir stórir skjálftar hafa orðið á Vatnajökli í dag. Jökulhlaup …
Tveir stórir skjálftar hafa orðið á Vatnajökli í dag. Jökulhlaup er hafið í Grímsvötnum. Kort/Map.is

Ekki talið tengjast skjálftanum í Grímsfjalli

Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunu, segir við mbl.is að það sé afar ólíklegt að skjálftinn í Bárðarbungu tengist jarðskjálftanum sem reið yfir í Grímsfjalli í morgun en útilokar það ekki. 

Skjálftinn sem mældist í Grímsfjalli var 4,3 að stærð – sá stærsti á svæðinu frá upphafi mælinga árið 1991. 

Lovísa bendir á að stærri skjálftar hafi mjög oft riðið yfir í Bárðarbungu að undanförnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert