Beint: Íbúafundur fyrir Grindvíkinga

Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, á íbúafundi Grindvíkinga í Laugardalshöll.
Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, á íbúafundi Grindvíkinga í Laugardalshöll. mbl.is/Arnþór

Fundur fyrir íbúa Grindavíkur verður haldinn í Laugardalshöll í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun ávarpa íbúa. 

Fundurinn hefst klukkan fimm og verður streymt hér að neðan.

Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, fer með fundarstjórn.

Auk Katrínar munu Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri hjá Veðurstofu Íslands, Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum og Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, fagstjóri hjá almannavörnum og stjórnandi þjónustumiðstöðvar í Tollhúsinu, ávarpa fundinn. 

Auk þeirra verða í pallborði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, Ari Guðmundsson, verkefnastjóri vegna byggingu varnargarða og sviðsstjóri hjá Verkís, Sólberg S. Bjarnason, deildarstjóri almannavarna og Páll Erland, forstjóri HS Veitna.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert